Leit Ég Ljúfan Engireit

leit ég ljúfan engireit
og lífsins gæfu góða
en engin sín örlög veit
eða hvað þau bjóða
leit ég ljúfan stiginn á
sem leyfði mér að dreyma
en alltaf var ég með úthafsþrá
svo ég átti hverekki heima

leit ég tímans örlög á
nú er allt fyrir róða
ævin fór mér framhjá
og færin sem þau bjóða
leit ég ljúfan engireit
og lindarvatnið tæra
fögur og góð fyrirheit
og framtíð sem þau kunna' að færa

leit ég ljúfan engireit
og lífsins sköpun kæra
foldina fríða ég yfirleit
á fegurð sem kann að hræra
leit ég tímans örlög þá
því eilífð er eins og brot
sem rennur eins og á
framhjá eins og skot

leit ég leyndar stigu á
sem langt um skógi lagði
en er ég fór þar framhjá
ég einn um stund þar þagði


(The Crew)

by Peter S. Quinn

Comments (0)

There is no comment submitted by members.